Æðarræktarfélag Íslands var stofnað árið 1969.
Félagið er búgreinafélag með aðild að Bændasamtökum Íslands. Fulltrúi félagsins situr á búnaðarþingi.
Félagar geta þeir orðið sem njóta hlunninda af æðarvarpi og þeir sem hafa áhuga fyrir æðarrækt og stofnun nýrra varpstöðva. Félagar eru vel á þriðja hundrað.
Félagið vinnur að því að efla æðarrækt, m.a. með því að:
* stuðla að rannsóknum, fræðslu og leiðbeiningum um atvinnugreinina.
* leita leiða til að draga úr tjóni í æðarvörpum af völdum vargs.
Félagið fylgist með sölu á æðardúni og styður við markaðsmál, m.a. með útgáfu kynningarefnis.
Félagið starfar í deildum eftir landsvæðum.